„Skoðanakannanir búa ekki til afstöðu eða skoðun fólks“
„Skoðanakannanir búa ekki til afstöðu eða skoðun fólks“...

Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga, eins og forsetakosninganna í sumar, eru fyrst og fremst upplýsandi fyrir kjósendur og frambjóðendur. Engin afgerandi niðurstaða hefur fengist í rannsóknum á því hvort kannanir geti verið skoðanamyndandi en þær geta sveiflað kjósendum í ólíkar áttir. Þær búa hins vegar ekki til afstöðu.Þetta segir Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Nú þegar líður að forsetakosningum, sem margir telja að verði þær mest spennandi í áratugi, kemur hver könnunin á fætur annarri um fylgi frambjóðenda. Eva segir hlutverk þeirra fyrst og fremst vera að upplýsa.„Þetta er upplýsingagjöf til kjósenda um stöðu frambjóðendanna. Svo eru þetta líka upplýsingar til frambjóðenda, hvort þeir séu í góðum málum eða þurfi að herða kosningabaráttuna og annað slíkt.“Þrjú fyrirtæki eru leiðandi í skoðanakönnunum í aðdraganda forsetakosninganna og niðurstöður þeirra eru oftast birtar í fjölmiðlum, Gallup, Maskína og Prósent. Niðurstöður þeirra hafa verið nokkuð sambærilegar þótt stundum sé einhver munur á.„Eftir því sem ég kemst næst eru öll þessi þrjú fyrirtæki, alla vega þessar skoðanakannanir sem hafa verið að birtast undanfarið, að nota svokallaða netpanela þar sem hefur verið valið inn í þessa hópa eftir öllum kúnstarinnar reglum. Það er að segja það eru tilviljanaúrtök sem liggja þarna undir í upphafi.“Gögnin látin endurspegla íslenska kjósendurÞegar horft er á framkvæmd kannana skiptir mestu máli hvernig fyrirtækin vigta gögnin sem liggja að baki. Það er að segja, hvernig þau láta niðurstöður úr svörum fólks í tilviljunarúrtaki endurspegla sem best íslenska kjósendur í heild. Eva segir að þar geti verið ákveðnar skekkjur, til dæmis að ungt fólk og minna menntað er ólíklegra til að svara könnunum. Þeirra svör geta því fengið meira vægi í niðurstöðunum til að endurspegla betur aldurssamsetninguna í hópi íslenskra kjósenda. En hvernig þetta er gert getur skipt ákaflega miklu máli.„Ég sé að bæði Gallup og Maskína vigta eftir aldri, búsetu, kyni og menntun. Prósent vigtar eftir þremur af þessum þáttum; aldri, kyni og búsetu. Ef það er ákveðinn hópur kjósenda, til dæmis yngri kjósendur, sem eru líklegir til að kjósa ákveðna frambjóðendur getur skipt miklu máli hvernig þessi vigt er. Þetta er bara áskorun fyrir þessi kannanafyrirtæki að reyna að ná þessu eins rétt og hægt er.“Eins og áður segir er yngra fólk og minna menntað ólíklegra til að svara könnunum. Það skiptir því miklu máli hvernig svörin í þeim hópum eru vigtuð til að endurspegla heildina. Þar skiptir líka máli að Prósent vigtar ekki eftir menntun en Gallup og Maskína gera það.„Það gæti mögulega útskýrt af hverju Prósent er aðeins á skjön við hin fyrirtækin þó svo að þau sýni öll meira og minna það sama. Við sjáum þetta líka í fylgiskönnunum í aðdraganda þingkosninga, að það er aðeins munur á þessum fyrirtækjum þó þau sýni í megindráttum stóru línurnar.“En hversu líklegt er svo að fólk kjósi?Eva bendir einnig á að í þessu samhengi hefur ekki reynst gerlegt að reyna að leggja mat á hversu líklegt fólk er til að kjósa. Þegar svarendur segjast ætla að kjósa þennan eða hinn í könnunum en mæta ekki á kjörstað. Það reynist erfitt fyrir kannanafyrirtæki að gera ráð fyrir þessari skekkju, að fólkið sem svarar könnuninni segist ætla að kjósa en gerir það svo ekki.„Það gæti mögulega útskýrt ef það eru veruleg frávik frá fylgiskönnuninni og síðan úrslitum kosninga ef yngri kjósendur eru ólíklegri til að kjósa en líklegri til að segjast ætla að kjósa einhvern ákveðinn frambjóðanda. Mæta síðan ekki á kjörstað. Þá gæti það þýtt að það hefur verið ofmat á stuðningi frambjóðandans í könnuninni, af því að þessi frambjóðandi var með óvanalega stóran hóp kjósenda sem voru kannski ungir og ólíklegri til þess að mæta á kjörstað,“ segir Eva.Fyrirtækin sem standa að könnunum reyna að leiðrétta fyrir þessari skekkju en hún er til staðar.Eðlilegt að slá upp tíðindum þrátt fyrir ómarktækan munMeðal þess sem hefur verið rætt í sambandi við kannanirnar síðustu vikur er að oft er ekki marktækur munur á milli þeirra sem mælast með mest fylgi þótt það muni nokkrum prósentustigum á þeim. Er þá hægt að slá því upp að einhver sé efstur í könnunum, ef munurinn er ekki marktækur?„Ég skil vel að þessu sé skellt upp í fyrirsagnir því þetta er það sem vekur athygli og þetta eru allt mikilvægar upplýsingar til kjósenda. Ég get ekki tekið undir að það sé eitthvað villandi, alla vega ekki þegar verið er að fjalla um kannanir frá þessum fyrirtækjum sem við höfum verið að fjalla um hér,“ segir Eva.Aðferðafræðin skiptir því öllu máli, hvort unnið sé með tilviljanakennt úrtak fólks. Vísvitandi villandi framsetning er hins vegar annað mál. Til dæmis ef fólk fær val um að fara á ákveðna síðu og segja hvaða frambjóðanda það ætlar að kjósa. Það er sjálfvalið úrtak og endurspeglar ekki kjósendur.„Ef því er svo slegið upp í fyrirsögn, það er villandi. Það er eitthvað sem ýfir frekar mínar fjaðrir heldur en þegar verið er að fjalla um niðurstöður kannana frá fyrirtækjum sem eru að gera allt eftir kúnstarinnar reglum,“ segir Eva.Engin afgerandi niðurstaða um skoðanamyndun kannanaUmræða um hvort skoðanakannanir séu skoðanamyndandi fyrir kjósendur er ekki ný af nálinni. Eva segir slíkt hafa verið rannsakað síðustu áratugi en engin afgerandi niðurstaða hafi fengist. Þó er talið að kannanir geti haft þrenns konar áhrif á skoðanir fólks.Í fyrsta lagi ef kjósendur sjá að mjótt er á munum milli tveggja efstu frambjóðendanna velja þeir ef til vill skárri kostinn af þeim því uppáhaldsframbjóðandinn mælist neðar. Í öðru lagi geta kannanir orðið til þess að kjósendur hoppa á vinningsliðið og styðja frekar einhvern sem fær mikið fylgi í könnunum. Og svo í þriðja lagi að kannanir fá kjósendur til að styðja frekar frambjóðanda sem mælist neðar.Skoðanakannanir geta því haft áhrif í ólíkar áttir en það er önnur spurning hvort þær hafa áhrif á úrslit sjálfra kosninganna.Kannanir breyta ekki viðhorfi til frambjóðenda„Skoðanakannanir geta mögulega ýtt kjósendum eitthvað fram og til baka og þetta er ekki stór sveifla. Það getur mögulega verið að þær hafi áhrif þannig. En ef áhrifin eru í allar áttir þá er mjög lítið sem bendir til þess að þær hafi áhrif á úrslit kosninga.“Eva